Bökum saman er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað til að búa til fleiri fjölskyldustundir í eldhúsinu. Hugmyndin af Bökum saman vaknaði fyrir jólin 2019 þegar við fjölskyldan vorum að baka smákökur. Strákarnir mínir eru alltaf jafn spenntir að fá að baka frá gunni, brjóta eggin og skiptast á því að setja innihald uppskriftarinnar í hrærivélina. Vörulína Bökum saman einfaldar einstaklingum og fjölskyldum baksturinn án þess að taka frá þeim upplifunina að blanda saman hráefnum í réttri röð og töfrana sem fylgir því að sjá hráefnin verða að kökum. Pakkinn inniheldur öll hráefni sem þarf til að skapa bragðgóðar kökur frá grunni. Með því að hafa aðeins rétt magn af öllum hráefnum viljum við minnka matarsóun og stuðla að umhverfisvænum bakstri. Tilbúnar kökur er best að geyma í vel lokuðu íláti.
UM MIG
Harpa Atladóttir
Frumkvöðull, bakari, mamma
Ég er þriggja barna móðir sem hef frá unga aldri haft brennandi áhuga á því að baka. Það að standa í eldhúsinu með guttunum mínum getur verið dásamleg gæðastund, hvort sem það er við eldamennsku eða við bakstur. Með Bökum saman vil ég reyna að hvetja fjölskyldur til að koma saman og baka eitthvað skemmtilegt.
HAFA SAMBAND
harpa@ bokumsaman.is